CIAO formally opened 18 October 2018

Vísindastarfið

Sameiginleg miðstöð í norðurljósarannsóknum á Kárhóli styrkir þær norðurljósarannsóknir sem þegar eru stundaðar hér á landi og bætir við þær t.d. á sviði litrófsgreininga. Hún útvíkkar líka þær mælingar sem þegar eru stundaðar hér á landi því fyrirhuguð mælitæki geta gefið ítarlegri og fyllri mynd af eiginleikum norðurljósa en núverandi búnaður gefur kost á. Jafnframt opnast samstarfsmöguleikar við kínverska vísindamenn á öðrum sviðum norðurslóðavísinda, einkum á sviði raun- og náttúruvísinda, t.d. líffræði og loftslagsrannsóknir.Gert er ráð fyrir að kínverskir vísindamenn og vísindamenn annarra þjóða, þ.m.t. íslenskir gestavísindamenn dvelji í miðstöðinni og stundi rannsóknir í skemmri eða lengri tíma, nokkuð sem hlýtur að teljast afar áhugaverð og jákvæð þróun í vísindalegu samstarfi, bæði á svæðinu sjálfu sem og landinu öllu. Nú þegar hefur verið staðfestur áhugi Háskólans á Akureyri, Raunvísindastofnunar Háskólans, Veðurstofu Íslands og Norðurslóðanets Íslands um að taka þátt í samstarfinu. Gera má ráð fyrir að erlendar vísindastofnanir muni einnig hafa hug á að taka þátt í þessu samstarfi.

Vísindaráð verður stofnað til að hafa umsjón með vísindastarfinu í Norðurljósamiðstöðinni með þátttöku íslenskra, kínverskra og vísindamanna annarra þjóða. Í vísindaráðinu taka m.a. þátt vísindamenn frá Raunvísindastofnun Háskólans, Háskólanum á Akureyri, Veðurstofu Íslands o.fl. m.a. alþjóðlegra vísindastofnana. Vísindaráðið verður ráðgefandi um rannsóknastarfsemi miðstöðvarinnar.

Fjölbreytt rannsóknaraðstaða

Á síðari stigum verkefnisins er áhugi fyrir því að opna svæðið og landið frekar fyrir ýmiskonar náttúruvísindarannsóknum, s.s. á veðurfari eða gróðurfari.

Rannsóknarstöð og GestastofaPRIC hefur lýst yfir vilja sínum til að byggð verði um 600 m2 - rannsóknarstöð og gestastofa komandi árum. Hluti af nýrri rannsóknarbyggingu verði opnaður fyrir gestum og gangandi. Samið verður um rekstrarfyrirkomulag hennar í samráði við AO.

Stofnanir sem koma að vísindasamstarfinu

Ísland: Rannís, Raunvísindastofnun Háskólans; Veðurstofa Íslands; Háskólinn á Akureyri; Norðurslóðanet Íslands; og Arctic Portal.

Kína: Heimskautastofnun Kína Polar Research Institute of China (PRIC); National Space Science Center, Chinese Academy of Sciences (CAS); Institute of Geology and Geophysics, CAS; China Research Institute of Radio Wave Propagation; National Center for Space Weather; Institute of Space Physics and Applied Technology, Peking University; School of Electronic Information, Wuhan University; School of Earth and Space Science, University of Science and Technology of China; School of Space Science and Physics, Shandong University.

China-Iceland Joint Arctic Observatory | Kárhóll | 4640415 | info@karholl.is

  • Rannís
  • PRIC
  • Arctic Portal

Designed & hosted by Arctic Portal